Pelvicachromis pulcher

Pulcer eða kribbi eins og hann er oftast kallaður
kemur frá vestur afríku ( Nígeríu og Cameroon )
þetta er falleg síkliða sem er til í nokkrum litarafbrigðum


kerlingin er oftast rauðari á búkinn og með rúnaða ugga og sporð


karlinn hér kallast "super red" hann getur orðið um 10 cm


hér sést vel munurinn á kynjunum karlinn fyrir aftan
karlinn verður oft um helmingi stærri en kerlingin


Kribbar fela hrognin inn í hellum og eru plómapottar hentugir
hrognin klekjast út á 2-3 dögum og fara seiðin að synda eftir 3-5 daga
en þar spilar hitastig inní


kerling með seiði


seiðin eru doppótt til að byrja með


hér er karlinn að gæta seiða


tvær kerlingar


super red karlinn til vinstri er rauður frá munni og afturúr
en hinn aðeins rauður á búknum


einfaldir felustaðir úr brotnum keramik blómapottum


þessi tegund er með þeim einfaldari í ræktun
parið þarf að hafa helli eða eitthvern stað sem erfitt er fyrir aðra fiska að komast að og þar sem við getum ekki séð hrognin


það kemur stundum fyrir að kerlingin reki karlinn í burtu þegar hrognin koma og í litlu búri er þá nauðsynlegt að færa hann
en oftast koma þau bæði að uppeldinu


Þessi seiði eru um 4 vikna gömul

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is