Tanganyika búr
400 ltr



frontósur og marlieri


Karlinn er um 23 cm


kerlurnar 14-20 cm


Þær eru 8 fronturnar í búrinu


þessi kerling treður sér alltaf undir hvassan stein og er alltaf með smá ör framan á sér


Frontósa er rólegur og þægilegur fiskur og hefur verið að fjölga sér í búrinu en þeir eru munnklekjarar


Einn leleupi karl er í búrinu


ein kerling af brichardi eftir að karlinn hoppaði upp úr minna búri þar sem ég leyfði þeim að hrygna, ég setti kerluna aftur í 400 ltr búrið og núna er hún að reyna við leleupi og þau eiga saman helli


Tropheus duboisi
fallegur fiskur sem þolir ekki sína líka nema það sé þröngt á þeim


Tríó af marlieri er í búrinu
eina kerlu og tvo karla og hrygna þau reglulega oftast eru seiðin étin en alltaf nokkur sem komast upp og hef ég veitt nokkur upp úr búrinu


eitt af seiðunum frá marlieri


Neolamprologus sexfasciatus gold
par sem var að hrygna í fyrsta sinn okt 08


venjulega eru þeir með sex svartar rákir á búknum en hér eru doppurnar ráðandi ég hélt að þeir væru af sama kyni en mjög erfitt er að greina kyn hjá þessum fiskum


það sést aðeins í hrognin neðst á blómapottnum
þau eru hvít sem bendir til þess að þau séu með fungus sem gæti þýtt að þetta væru tvær kerlur eða að karlinn hafi ekki gert skildu sína


stöðugt var fylgst með mér þegar ég var að mynda en þeir eru að vernda hrognin mjög vel

Þar sem þetta eru fyrstu hrogn sem ég sé frá sexfasciatus þá veit ég ekki hvort þau eru hvít í fyrstu eins og hjá sumum tegundum eða hvort þau séu komin með fungus en hrognin hurfu á 3 degi án þess að þau breyttust

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is