Macropodus opercularis
Paradísarfiskur
11 cm
hiti 16-26°c

Þetta er fyrsti skrautfiskurinn sem hafður var í búrum hann þolir ýmislegt bæði í hita og vatnsgæðum
Paradísarfiskar anda að sér lofti og geyma í sér og geta því verið í vatni sem er súrefnissnautt

Paradísarfiskurinn kemur frá Kína,Kóreu,Víetnam og finnst td. í hrísgrjónaökrum og drullupollum


Paradísarfiskar karlinn er með lengri ugga


Karlinn gerir loftbóluhreiður


Loftbóluhreiður sem hann klístrar saman með munnvatni


Karlinn sýnir kerlu áhuga en ef hreiðrið er ekki tilbúið þá rekur hann hana burtu og heldur áfram að gera hreiðrið


Þegar allt er klárt eltir hann kerluna


Hann breiðir úr sér og sýnir kerlu hvað hann er flottur


Kerlan skoða hreiðrið og karlinn hristir sig og bíður kerlu velkomna


þegar hrygningu er lokið fælir karlinn kerlu burt og gætir hrognana sem fest eru í hreiðrið
ef egg losnar og sekkur tekur karlinn það og spítir því aftur í hreiðrið
það tekur 1-2 daga að klekja út eggjunum sem stjórnast af hitastigi
ef seiðin synda burt tekur karlinn þau og setur aftur í hreiðrið
þegar seiðin eru búin með kviðpokann þá er best að fjarlæga karlin og byrja að fóðra seiðin á smáu fóðri

Athuga skal að þar sem seiðin þurfa loft til að drukkna ekki þá er hætta á að þau verði veik ef ekki er lok á búrinu þar sem loftið getur verið kaldara en vatnið í búrinu



 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is