Evrópskur trjáfroskur

Hyla arborea

Evrópski trjáfroskurinn er um 5 cm og er í mið og suður Evrópu
hann heldur sig í trjágróðri en oftast nærri vatni
þeir eru annað hvort grænir eins og þessir hér fyrir neðan eða brúnir,
þótt ég heyri oft í þeim á kvöldin,
þá hefur reynst mjög erfitt að finna þá


Fyrsta eintakið sem ég sá blasti við mér á laufi við göngustíg


Ég var svo ánægður með að hafa fundið þessa tegund ( Hyla arborea )
að ég verð að setja inn aðra mynd af sama froski


Þessi bjó fyrir utan bústaðinn og kallaði hátt á kvöldin til að tæla til sín dömu. ég tók þessa mynd um nótt með vasaljós mér til hjálpar þegar ég var að athuga hvort daman væri kominn, en hún var ekki mætt


Á daginn faldi hann sig við stóran blómapott þar sem blóm uxu niður þannig að hann sást ekki fyrr en ég lyfti blóminu


Brúna afbrigðið mætti svo við pottinn nokkrum dögum seinna
og virtist fara vel á með þeim
blómapotturinn var með stóra skál undir þar sem froskarnir komust í vatn ég fór heim tveim dögum síðar og sá því ekki hvort þeir settu hrogn í blómapottinn

 

 

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is