Juwel filter


Hvíti filterinn
er efstur og er mikilvægt að hann sé þrifinn reglulega
Og honum skift út um leið og hann fer að trosna því hann verndar dæluna frá óhreinindum sem gætu stíflað aðra svampa


Svarti filterinn
Kolafilter er efnasía sem tekur óhreinindi úr vatninu hann dugar í um 6 vikur
Og þá þarf að skifta um hann
Virkni hans er það góð að það verður að taka hann upp úr búri sem þarf á meðhöndlun lyfja því hann þurkar upp lyfið og þá er engin virkni í því


Blár svampur grófur
Þessi er hreinsisía fyrir það sem kemst fram hjá hvíta svampinum
Gott er að skola efri svamp á 6 vikna fresti og þann neðri á 12 vikna fresti


Blár svampur fínn
Í þessum svömpum er mesta bakteríuflóran sem sér um að halda líffræðilegu jafnvægi á búrinu með að brjóta niður ammoniu og nitrit
Skola þarf efri svamp á 6 mánaðar fresti og þann neðri á 12 mánaðar fresti


Grænn svampur
Sá græni er nitrat svampur sem hjálpar við að halda nitrati í skefjum virkni hans er um 6 vikur og þá er gott að skifta honum út

Þrif á svömpum
Þegar svampar eru skolaðir er best að taka vatn úr búrinu í sér fötu og þrífa svampana í því vatni til að halda sem mest af flórunni lifandi

Viðhald á dælu
Fylgjast þarf með gúmmíplatta sem dælan (powerhead) liggur í hann verður stífur og harður með tímanum og getur þá tekið vatn inn sem ekki fer í gegn um filterinn
Einnig þarf að fylgjast með að snúningsskrúfan (impeller) sé í góðu lagi og þrífa húsið sem hún er í reglulega

Compact og compact-super dælurnar hafa bara einn svamp af hvorri stærð og eru þeir þá
Þrifnir eftir 6 vikur sá grófi og 6 mánuðir á fína í hreinsum

   
Copyright © 2004 TkO-grafik.is